Leit

Íslenska
Þjóðskrá Í þjóðskrá eru færðar breytingar sem verða á högum manna s.s. fæðingar, nafngjafir, breytingar á hjúskaparstöðu, flutningar, andlát o.þ.h. Tekið er við tilkynningum fólks um búferlaflutninga, innanlands og milli landa, nafnagjafir barna og stofnun sambúðar. Ýmiss vottorð eru gefin út hjá Þjóðskrá s.s. fæðingarvottorð, vottorð um hjúskaparstöðu, sambúðarskráningu, búsetu og staðfestingu á dánardegi.
Þjóðskrá
íslenska | almennt
Orðalistar Sýslumannsins á Ísafirði Embætti sýslumannsins á Ísafirði hefur sett það sem markmið að bæta þjónustu embættisins. Með hliðsjón af því fjölmenningarsamfélagi sem embættinu er ætlað að þjóna, var ákveðið að halda stutt námskeið í pólsku, tælensku og ensku fyrir starfsmenn embættisins. Jafnframt var tilgangurinn sá, að gerðir yrðu orðalistar til þess að auðvelda samskipti starfsmanna og viðskiptamanna við einfaldari erindi og er þá að finna hér að neðan.
Orðalistar Sýslumannsins á Ísafirði
íslenska | orðalistar
Island.is island.is er upplýsinga- og þjónustuveita fyrir almenning með heildstæðum upplýsingum um þjónustu ríkis og sveitarfélaga.
Island.is
íslenska | almennt
Nám að loknum grunnskóla Þessum vef er ætlað að kynna fyrir grunnskólanemendum, foreldrum þeirra eða forráðamönnum, það nám sem er í boði í íslenskum framhaldsskólum. Meginefnið er lýsing á námsleiðum á framhaldsskólastigi og námsframboði framhaldsskóla.

Fjallað er almennt um nám í framhaldsskóla. Greint er frá hvernig innritun í skólana fer fram, sagt frá aðalnámskrá framhaldsskóla og skólanámskrám. Einnig er farið í hvaða skilyrði nemendur á framhaldsskólastigi þurfa að uppfylla til að eiga rétt á námsstyrkjum til jöfnunar á námskostnaði.

Það er hægt að skoða helstu flokkanir námsleiða og inntökuskilyrði. Hver framhaldsskóli er með upplýsingar um sína starfsemi og helstu sérkenni en á vefsíðum hvers skóla um sig er þó að finna ítarlegri upplýsingar sem nemendur og foreldrar/forráðamenn eru hvattir til að kynna sér.
Nám að loknum grunnskóla
íslenska | börn og skóli
Spurningar og svör fyrir fjöltyngdar fjölskyldur Sterkt móðurmál er ekki einungis mikilvægt fyrir samskiptin í fjölskyldunni það auðveldar líka börnum að tileinka sér íslensku sem annað tungumál.
 • Tvítyngi – auður fyrir einstakling og samfélag
 • Geta börn lært tvö eða fleiri tungumál jafn vel?
 • Hvaða tungumál eigum við að tala við barnið?
 • Hvaða mál á að tala ef foreldrar eiga ekki sama móðurmál?Mynd bæklingur
 • Getur barnið lært íslensku ef foreldri talar sitt móðurmál? Mynd titill
 • Er bagalegt ef barnið blandar saman tungumálum? Mynd mikilvægi
 • Hvað á ég að gera ef barnið svarar mér á íslensku?
 • Hvað get ég gert til að styrkja móðurmál barnsins?
 • Hvernig get ég hjálpað barninu að læra íslensku?
 • Hvað á að gera ef barnið hættir að tala í leikskólanum?
 • Orðskýringar
Bæklingurinn er gefinn út á íslensku og eftirfarandi tungumálum:
Móðurmálsbæklingur
íslenska | börn og skóli
Frístundakortið Styrkjakerfi í frístundastarfi fyrir 6 til 18 ára börn og unglinga í Reykjavík.
Frístundakortið
íslenska | börn og skóli
Eures - evrópsk vinnumiðlun EURES (EURopean Employment Services) er samstarf um vinnumiðlun milli ríkja á Evrópska Efnahagssvæðinu (EES). Meginþættir EURES eru að leiðbeina fólki í atvinnuleit erlendis, veita upplýsingar um búsetu- og starfsskilyrði og aðstoða vinnuveitendur sem hafa áhuga á að ráða til sín fólk frá öðrum EES-löndum
Eures - evrópsk vinnumiðlun
íslenska | almennt
Grunnskóli: Orðalistar
íslenska | orðalistar