Leit

Nýjustu tenglarnir

Markmið verkefnisins er að virkja atvinnuleitendur, sem hafa fullnýtt eða munu fullnýta rétt sinn innan atvinnuleysistryggingakerfisins á árinu 2013, til þátttöku að nýju á vinnumarkaði.

Stefnt er að því að öllum atvinnuleitendum sem fullnýttu eða fullnýta rétt sinn á tímabilinu frá 1. september 2012 fram til 31. desember 2013, samtals 3.700 manns, verði öllum boðin vinna eða starfsendurhæfing á árinu 2013 enda skrái þeir sig til þátttöku í átakið.

Sköpuð verða 2.200 tímabundin ný störf fyrir langtímaatvinnuleitendur í þessum hópi á árinu 2013.

Sveitarfélög munu bjóða 660 störf, ríkið 220 störf og almenni vinnumarkaðurinn 1.320 störf. Til viðbótar verður þeim sem á þurfa að halda boðin starfsendurhæfing.

Allir atvinnuleitendur innan þessa hóps sem skrá sig munu fá tilboð um starf. Markmiðið er að enginn falli af atvinnuleysisbótum án þess að fá slíkt tilboð.

Atvinnuleysistryggingasjóður niðurgreiðir stofnkostnað atvinnurekenda við ný störf tímabundið og nemur styrkur með hverri ráðningu grunnatvinnuleysisbótum ásamt 8% framlagi í lífeyrissjóð, samtals kr. 186.417. á mánuði. Atvinnurekandi gerir síðan hefðbundinn ráðningarsamningi við atvinnuleitanda og greiðir honum laun samkvæmt kjarasamningi.

Þeim atvinnuleitendum sem þurfa á starfsendurhæfingu að halda verður vísað til VIRK, starfsendurhæfingarsjóðs og boðin starfsendurhæfing.

Sérstakur biðstyrkur er í boði fyrir þá atvinnuleitendur sem hafa verið skemur en 42 mánuði á bótum þegar þeir missa bótarétt sinn. Sá styrkur er tímabundinn í allt að sex mánuði eða þar til viðkomandi fær tilboð um starf. Styrkfjárhæð svarar til fyrri bótaréttar einstaklings.

Liðsstyrkur - atvinnuátak
íslenska íslenska | almennt

The objective of the project is to support those job seekers who's right to benefits has been fully extinguished or will be fully utilized in 2013, to find employment in the job market.

The aim is to offer every job seeker who has in the period of 1st of September 2012 - 31st of December 2013 fully utilized his or her right to benefits (counting approximately 3.700 job seekers) employment or courses to enhance their employment prospects in 2013 given that they register for the project Liðstyrkur.

2.200 temporary jobs will be created for long-term job seekers in the aforementioned group in 2013.

The Local Authorities will provide 660 jobs, the State will provide 220 jobs and the private sector will provide 1.320 jobs. In addition, those in need will be offered courses to improve their employment prospects.

Every job seeker within the aforementioned group who registers will be offered a job. The aim is to ensure that no one loses their right to benefits without acquiring a job offer.

The Directorate of Labour will subsidize employers´ start-up costs in creating temporary new jobs and the funding towards each job-placement will equal basic unemployment benefits in addition to an 8% payment towards a pension fund, totalling 186.417ISK per month. The employer will sign a conventional contract of employment with their employee and pay according to union agreements.

Those job seekers who require an employment prospects enhancement course will be referred to VIRK (www.virk.is) where such courses are held.

A special "waiting-grant" is on offer for those job seekers who have claimed benefits for less than 42 months when their their to benefits expires. The grant can last for up to 6 months maximum or until an individual has been offered a job. The grant is equal to the job seeker's previous benefit income.

Liðsstyrkur - atvinnuátak
enska enska | almennt

Með Íslenskuþorpinu er boðið upp á nýstárlega leið í tungumálanámi fyrir fólk sem er að læra íslensku sem annað mál við Háskóla Íslands. Íslenskuþorpið er að finna innan ákveðinna fyrirtækja á Háskólasvæðinu og í bæjarlífinu í Reykjavík: á kaffihúsi, í bókabúð, bakaríi, sundlaug og veitingastað.

Íslenskunemarnir undirbúa sig í kennslustofu áður en þeir fara í Íslenskuþorpið til að sinna erindum sínum. Starfsfólkið í fyrirtækjunum tekur þeim fagnandi og tryggir að íslenska verði töluð við afgreiðsluna. Íslenskuþorpið myndar þannig styðjandi umgjörð á leið til virkrar þátttöku í samfélaginu.

Íslenskuþorpið í stuttu máli:

Er markvisst og sérsniðið æfingaumhverfi fyrir íslenskunema innan raunverulegra fyrirtækja í Reykjavík.

Myndar brú úr kennslustofunni yfir í dagleg samskipti á íslensku utan kennslustofunnar.

Er stuðningsvænt umhverfi á leið íslenskunema til virkrar þátttöku í samfélaginu.

Er þróað á vegum Háskóla Íslands en að baki því er öflugt þverfaglegt samstarfsteymi.

Byggist á nýjustu rannsóknum á því hvernig tungumál lærast.

Býður upp á tækifæri til frekari rannsókna á sviði íslensku sem annars máls.

Íslenskuþorpið - Leið til þátttöku í daglegum samskiptum á íslensku
íslenska íslenska | almennt

Statistics Iceland: The number of foreign citizens has increased for the first time since gradually declining in the last 3 years.

In 2009 there were appoximately 24.400 foreign citizens registered in Iceland - the highest number recorded. In the following 3 years that figure steadily declined and at the beginning of 2012 there were under 21.000 foreign citizens registered. However, according to Statistics Iceland´s new figures, in the latter part of 2012 there was an increase in foreign nationals moving to Iceland resulting in appoximately 21.500 foreign citizens - the first increase in the number of foreign citizens since 2009.

Erlendum ríkisborgurum fjölgar
íslenska íslenska | almennt
Visual Guide to eReykjavík and how to use the Leisure Card:

PDF file for download and sharing:

Visual Guide to eReykjavik and how to use the Leisure Card

Powerpoint skjal með leiðbeiningum (á ensku) fyrir notkun á Rafrænni Reykjavík með tilliti til Frístundakortsins og PDF skjal til niðurhals og dreifingar
enska enska | börn og skóli
Lög um málefni innflytjenda nr. 116/2012 - samþykkt á Alþingi 13. nóvember 2012

Innan árs frá gildistöku laganna skal velferðarráðherra leggja fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda til fjögurra ára. Í henni skal meðal annars kveðið á um verkefni sem hafa að markmiði að stuðla að samfélagi þar sem allir geta verið virkir þátttakendur óháð þjóðerni og uppruna. Tilgreina skal framkvæmd, ábyrgð og áætlaðan kostnað verkefna í áætluninni auk upplýsinga um hvernig meta skuli árangur aðgerða. Ráðherra skal jafnframt leggja fram skýrslu fjórða hvert ár þar sem fram kemur mat á stöðu og þróun í málefnum innflytjenda og á að leggja hana fram samhliða þingsályktunartillögunni.

Lög um málefni innflytjenda nr. 116/2012 - samþykkt á Alþingi 13. nóvember 2012
íslenska íslenska | almennt
Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar á Facebook / Multicultural Council of Reykjavík on Facebook.

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar samanstendur af 7 fulltrúum sem voru kosin síðasliðinn nóvember á Fjölmenningarþinginu sem haldið var í Reykjavík. Ráðið mun starfa sem ráðgjafi fyrir Mannréttindaráð og aðrar stofnanir innan borgarinnar sem hafa með málefni innflytjenda að gera.

The Multicultural Council of Reykjavík consists of 7 representatives who were elected last November at the Multicultural conference held in Reykjavík. The council will act as an advisory board to the Human Rights council and other departments in the city that deal with immigration issues.

E-mail: fjolmenningarrad@reykjavik.is

Phone: 411 4153

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar / Multicultural Council of Reykjavík
íslenska íslenska | almennt

Mannréttindaskrifstofan hefur fengið styrk frá Velferðarráðuneytinu til áframhaldandi starfsemi lögfræðiráðgjafar fyrir innflytjendur. Skrifstofan hefur veitt slíka þjónustu undanfarið ár og hefur eftirspurnin verið slík að afar mikilvægt þykir að halda þessari þjónustu áfram.

Mannréttindaskrifstofan fær fjórar milljónir króna til verkefnisins og mun féið fara í lögfræðiráðgjöf og túlkaþjónustu. Ráðgjöfin stendur innflytjendum til boða þeim að kostnaðarlausu.

Ráðgjöfin er veitt í húsnæði skrifstofunnar við Túngötu 14. Tekið er við tímapöntunum í síma 552-2720

Samningar vegna lögfræðiaðstoðar fyrir innflytjendur endurnýjaðir
íslenska íslenska | almennt

The Ministry of Welfare renewed a contract between the Ministry and the Human Rights Centre about legal counseling for Immigrants. The Centre provided this service last year and due to the demand the Centre met in 2012, the Ministry will give the Centre subsidy to keep this service going in 2013.

The service is free of charge and interpreters are provided if needed. Appointments may be reserved by email at info@humanrights.is or by phone, 552-2720.

Further on human rights (Q & A): http://www.humanrights.is/english/qa/

Lögfræðiaðstoð fyrir innflytjendur - samningar endurnýjaðir
enska enska | almennt

Various NGOs and associations connected to immigrants and NGOs of specific countries/regions

Félög tengd málefnum innflytjenda
íslenska íslenska | almennt